Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mateta á radarnum hjá Man Utd - Carragher gagnrýnir Amorim
Manchester United hefur áhuga á Jean-Phillipe Mateta.
Manchester United hefur áhuga á Jean-Phillipe Mateta.
Mynd: EPA
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: EPA
Eins og fjallað var um í slúðurpakkanum er Jean-Phillipe Mateta, sóknarmaður Crystal Palace, orðaður við Manchester United.

Það virðist grundvöllur fyrir þessum fréttum því breska ríkisútvarpið segir United hafa áhuga á þessum 27 ára leikmanni.

„Amorim viðurkennir að markaskorun sé stórt vandamál hjá Manchester United. Mateta gæti verið svarið. Mateta hefur skorað 15 mörk fyrir Palace á tímabilinu," segir Simon Stone, fréttamaður BBC.

Amorim að drukkna í meðalmennsku
Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Real Sociedad á Spáni í gær, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Enn einn leikurinn sem Rasmus Höjlund spilar án þess að skora.

Sparkspekingurinn Jamie Carragher telur að leikmenn Manchester United séu að missa trúna á leikaðferð Amorim sem neitar að víkja frá 3-4-3 leikkerfi sínu.

„Leikmenn United hafa ekki brugðist vel við hugmyndafræði hans. Hefur einhver leikmaður litið betur út en hann gerði undir Ten Hag? Þetta snýst um að sökkva eða synda hjá félaginu og Amorim er sem stendur að drukkna í meðalmennsku," segir Carragher.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner