Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
   fös 07. mars 2025 08:20
Elvar Geir Magnússon
Eiginkona Amorim ekki hrifin af Manchester
Powerade
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: EPA
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Manchester United gæti gert óvænt tilboð í Jean-Philippe Mateta, sóknarmann Crystal Palace. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mjög áhugaverðum slúðurpakka. Eigið góða helgi!

Eiginkona Rúben Amorim, stjóra Manchester United, á erfitt með að aðlagast nýrri borg og saknar Lissabon. Hún er ekki hrifin af Manchester og hefur rigningin og veðurfarið þar mikið að segja. (Mail)

Manchester United vill fá franska framherjann Jean-Philippe Mateta (27) frá Crystal Palace í sumar. Hann hefur skorað tólf úrvalsdeildarmörk á tímabilinu. (Sun)

Paul Scholes segir að Alejandro Garnacho (20) þurfi að stíga upp og gera betur. Manchester United þurfi að reiða sig á hann. Scholes var ekki hrifinn af frammistöðu Argentínumannsins gegn Real Sociedad. (TNT Sports)

Real Madrid, Bayern München, Chelsea og Tottenham hafa öll áhuga á spænska varnarmanninum Dean Huijsen (19) hjá Bournemouth en hann myndi kosta um 50 milljónir punda. (Mail)

West Ham og Crystal Palace eru á meðal þeirra félaga sem vilja fá Taylor Harwood-Bellis (23), varnarmann Southampton, í sumar. (Football Insider)

Búist er við að Atletico Madrid bjóði um 60 milljónir evra (50 milljónir punda) í Mason Greenwood (23), framherja Marseille, í lok tímabilsins. (Fichajes)

Útlit er fyrir að þýski miðjumaðurinn Joshua Kimmich (30) verði áfram hjá Bayern München í sumar þrátt fyrir áhuga Arsenal og Paris St-Germain. (Sky Þýskalandi)

Chelsea hefur áhuga á spænska vængmanninum Jesus Rodriguez (19) hjá Real Betis. Hann er með 42 milljón punda riftunarákvæði, en Liverpool fylgist einnig með vel með honum. (Mail)

Manchester United og Liverpool hafa spurst fyrir um miðjumanninn Ederson (25) hjá Atalanta. Manchester City hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum sem er metinn á 50 milljónir punda. (Caught Offside)

Manchester United vonast til að ná að selja leikmenn í sumar áður en félagið virkjar 67 milljóna punda riftunarákvæði í samningi slóvenska framherjans Benjamin Sesko (21) við RB Leipzig. (Caught Offside

Liverpool vill líka fá Sesko en félagið mun fara í ákveðna endurnýjun í sumar. (Give Me Sport)

Liverpool gæti sent enska miðjumanninn Harvey Elliott (21) á lán á næstu leiktíð til að hann fái meiri spiltíma. (Football Insider)

Barcelona setur í forgang að gera nýjan samning við hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (27). Arsenal hefur sýnt Hollendinngum áhuga. (Sport)

FIFA skoðar það að stækka HM 2030 upp í 64 liða mót en hugmyndin var rædd á ráðstefnu í vikunni. Hún kviknaði í tilefni af afmæli heimsmeistaramótsins. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner