Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Slot um stöðuna á Gakpo og besta markvörð heims
Gakpo gat ekki æft í gær.
Gakpo gat ekki æft í gær.
Mynd: EPA
Alisson átti magnaðan leik.
Alisson átti magnaðan leik.
Mynd: EPA
Það er nóg að gera hjá Liverpool, liðið vann ákaflega tæpan sigur gegn PSG í vikunni og á morgun mætir það lélegasta liði ensku úrvalsdeildarinnar, botnliði Southampton.

„Öll okkar einbeiting er á Southampton," sagði stjórinn Arne Slot á fréttamannafundi í morgun. Þar var hann meðal annars spurður út í stöðuna á Cody Gakpo.

„Hann æfði ekki í gær, sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag. Hann er nálægt endurkomu, þetta eru ekki langtímameiðsli. En hann fann fyrir smá sársauka í gær svo hann gat ekki æft."

Einn af mönnum vikunnar er klárlega Alisson sem átti afbragðsleik gegn PSG. 77% lesenda Fótbolta.net eru á því að Brasilíumaðurinn sé besti markvörður heims, samkvæmt könnun á forsíðu.

Slot er sjálfur á því að Alisson sé sá besti. En hvað gerir hann að besta markverði heims?

„Hann ver skot!" svaraði Slot brosandi og hélt svo áfram: „Til að verða besti markvörður heims þarftu að verja skot sem aðrir verja ekki. Hann tók eina eða tvær þannig vörslur á miðvikudaginn. Hann hefur átt heimsklassa markvörslur á stórum augnablikum fyrir okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner