Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kristófer Kristinsson (Grenoble)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason
Guðmundur Andri Tryggvason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Hulda Margrét
Máni Austmann.
Máni Austmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein gömul af Degi Austmann.
Ein gömul af Degi Austmann.
Mynd: Stjarnan
Kristófer Kristinsson gekk í raðir Grenoble í Frakklandi frá Willem II í Hollandi fyrir síðustu leiktíð. Grenoble leikur í næstefstu deild, Ligue 2.

Kristófer ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin fyrr í vetur en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Kristófer Ingi: 2-3 vikur í að ég geti komist í hóp (október 2019)

Fullt nafn: Kristófer Ingi Kristinsson

Gælunafn: Kris, mr. Bread

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég held árið 2015 þegar að ég spilaði á móti KR í úrslitaleik Bosemótsins og við unnum 7-2.

Uppáhalds drykkur: íslenskt vatn

Uppáhalds matsölustaður: Heitir My Thai og er við hliðina á íbúðinni minni í Grenoble

Hvernig bíl áttu: Svartur Suzuki Grand Vitara

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, kökudeig og lúxusdýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Je vais à pêche aux info et je reviens vers vous

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekki hugmynd

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jadon Sancho, Ödegaard eða Mason Mount

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Halldór Árnason og gamli þjálfarinn minn í varaliðinu hjá Willem ii - Edwin Linsen

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðmundur Andri gat verið erfiður

Sætasti sigurinn: Þegar að við unnum AZ í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum hollenska bikarsins

Mestu vonbrigðin: Að meiðast og að missa af sirka 8 mánuðum af fótbolta

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alex Þór Hauksson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Ingi Kristinsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daníel Hafsteinsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Jóhannsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Stefan Ljubicic er mesti hustler sem ég hef spilað með

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðabærinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var í 5. eða 6. flokk og við vorum að fara að keppa á Stjörnuvellinum. Það var brjálaður vindur og ískalt úti. Ég var ágætlega klæddur nema að mér var svo ofboðslega kalt á andlitinu. Ég gat ekki hulið andlitið á mér þannig að ég ætlaði að vera sniðugur og setti dropa af hitakremi á sinhvora kinnina, áttaði mig mjög flótlega á því að þetta var ekkert sérstaklega góð hugmynd!

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tannbursta mig

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei ég fylgist ekki mikið með öðrum íþróttum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var ekkert lélegur í einhverju sérstöku.

Vandræðalegasta augnablik: Ég únliðsbrotnaði mjög illa í leik með varaliðinu hjá Willem ii á fyrstu mínútu leiksins en hélt áfram að spila þangað til að ég ældi á miðjum velli útaf sársauka á svo 70 mínútu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Alex Þór Hauksson til að halda manni niðri á jörðinni og síðan myndi ég taka tvíburana Dag og Mána Austmann til þess að elda og að búa til eld.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef unnið í keppnismótum í frjálsum í spretthlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Paul Llonch, fyrrverandi félagi minn hjá Willem II (einstaklega góður gaur og hörku nagli)

Hverju laugstu síðast: Örugglega að ég hafi verið með fleiri kill en ég var með í Call of duty

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að verjast í föstum leikatriðum

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vakna 8, klæði mig og fæ mér banana og skyr. Ég byrja að æfa klukkan 8:30 og klára klukkan svona 10:30. Ég fer síðan í sturtu chilla aðeins, fæ mér að borða og legg mig. Eftir það reyni ég að læra eitthvað og mögulega í smá labbitúr seinnipartinn en annars er ég bara að horfa á Netflix og í playstation fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat horfi ég á einhverja bíómynd og fer að sofa fyrir miðnæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner