Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. apríl 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Henderson og De Gea séu báðir ánægðir
Mynd: Getty Images
Það er hörð samkeppni milli Dean Henderson og David de Gea um markvarðarstöðuna hjá Manchester United.

Henderson hefur verið í markinu að undanförnu en Ole Gunnar Solskjær vill ekki gefa upp hvor þeirra verði í rammanum á morgun þegar fyrri leikurinn gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fer fram.

Hann segir að báðir séu sáttir þó þeirra hlutskipti sé að verma varamannabekkinn.

„Alltaf þegar ég útskýri fyrir leikmönnum af hverju þeir séu á bekknum þá er það einkasamtal. David de Gea hefur verið toppmarkmaður og er það enn," segir Solskjær.

„Mér líður vel með að hafa þá í markinu, sama hvort það er David eða Dean. Ég er ánægður með að báðir séu sáttir við það hlutskipti að vera á bekknum."

„Þegar þú ert hjá Manchester United þá munu alltaf koma leikmenn sem eru ekki bara mættir til að fylla bekkinn. Allir eru með metnað í að taka af þér treyjuna, sama hvaða stöðu þú spilar."
Athugasemdir
banner
banner
banner