Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 15:14
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Skrítið með alla þessa peninga að fá menn á reynslu korteri fyrir mót"
Víkingur fór í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í vetur og tryggði félaginu háar fjárhæðir með þeim árangri.
Víkingur fór í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í vetur og tryggði félaginu háar fjárhæðir með þeim árangri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór.
Tómas Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag voru leikir 1. umferðarinnar í Bestu deildinni til umræðu. Í seinni hluta þáttarins barst talið að leik Víkings og ÍBV sem fram fer á Víkingsvelli klukkan 18:00 í kvöld.

Kantmenn hafa verið orðaðir við Víking að undanförnu en enginn hefur verið fenginn inn í hópinn eftir söluna á Ara Sigurpálssyni.

Tveir erlendir leikmenn; Samy Mahour og Rafik Zekhnini léku með Víkingi á reynslu í lokaæfingaleikjunum fyrir mót. Ekki var samið við þá.

„Það vantar kantmann miklu meira en miðvörð núna áður en glugginn lokar," sagði Tómas Þór, stuðningsmaður Víkings, í þættinum. Rætt hafði verið um miðvarðastöðuna í ljósi þeirra tíðinda að bæði Halldór Smári Sigurðsson og Jón Guðni Fjóluson hafa lagt skóna á hilluna. Tómas var spurður hvort það kæmi inn kantmaður fyrir 29. apríl en þá lokar félagaskiptaglugginn.

„Ég er ekkert svo viss, þessir tveir gæjar sem komu á reynslu voru greinilega ekki að heilla. Það er skrítið að vera í þessari stöðu, með alla þessa peninga og flestir vilja spila fyrir þig, en samt ertu kominn í það að fá menn á reynslu korteri fyrir mót. Þetta er eins og við séum í 1. deildinni 2009. Þetta er skrítin staða."

Biður Sölva um að hætta í þriggja miðvarða kerfi
Þeir Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar, Róbert Orri Þorkelsson, Sveinn Gísli Þorkelsson, Tarik Ibrahimagic og Davíð Örn Atlason eru kostir í miðvarðastöðurnar hjá Víkingi.

Þjálfari liðsins, Sölvi Geir Ottesen, hefur verið að spila með þrjá miðverði en Tómas vonast til að hann hætti því.

„Ég ætla rétt að vona Sölvi fari að skrúfa fyrir þetta þriggja miðvarða dæmi, bara plís," sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
Athugasemdir
banner