Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 07. maí 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Guðni um áhorfendur: Förum betur yfir það á næstu dögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti í dag drög að leikjaniðurröðun fyrir mót sumarsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir þó að möguleiki sé á einhverjum bryetingum ennþá. „Þetta eru drögin eins og þau líta út í dag," sagði Guðni við Fótbolta.net.

Keppni í Pepsi Max-deild karla á að ljúka 31. október og úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður 7. nóvember samkvæmt drögum dagsins.

„Þetta gefur okkur mynd ef að við lengum tímabilið, eins og mikið hefur verið í umræðunni, hvernig við tökumst á við það. Október á að vera í ágætis lagi veðurfarslega séð en það getur brugðið til beggja vona með veðrið alveg eins og í september. Við munum tækla það. Við erum að bregðast við þessum einstöku aðstæðum og ég á von á að mótið verði fjörugt og skemmtilegt."

Ljóst er að takmarkanir verða á áhorfendum í byrjun móts en það á eftir að koma í ljós hvenig það verður útfært. Í dag er talað um takmarkið séu 100 áhorfendur en möguleiki er á að búa til fleiri en eitt áhorfendasvæði á sumum völlum.

„Það er misjafnt eftir völlum hvernig þetta gæti hentað. Þetta er eitthvað sem við munum fara betur yfir á næstu dögum," sagði Guðni.

Félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum og breytingar verða á opnunartíma hans í sumar. „Við erum að leggja lokahönd á það og munum hliðra því til eins og við teljum að sé best í þessum aðstæðum," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild en þar talar Guðni einnig um möguleika á fjölgun skiptinga og breytingum á æfingum meistaraflokka.
Athugasemdir
banner
banner