Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 07. maí 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Guðni um áhorfendur: Förum betur yfir það á næstu dögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti í dag drög að leikjaniðurröðun fyrir mót sumarsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir þó að möguleiki sé á einhverjum bryetingum ennþá. „Þetta eru drögin eins og þau líta út í dag," sagði Guðni við Fótbolta.net.

Keppni í Pepsi Max-deild karla á að ljúka 31. október og úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður 7. nóvember samkvæmt drögum dagsins.

„Þetta gefur okkur mynd ef að við lengum tímabilið, eins og mikið hefur verið í umræðunni, hvernig við tökumst á við það. Október á að vera í ágætis lagi veðurfarslega séð en það getur brugðið til beggja vona með veðrið alveg eins og í september. Við munum tækla það. Við erum að bregðast við þessum einstöku aðstæðum og ég á von á að mótið verði fjörugt og skemmtilegt."

Ljóst er að takmarkanir verða á áhorfendum í byrjun móts en það á eftir að koma í ljós hvenig það verður útfært. Í dag er talað um takmarkið séu 100 áhorfendur en möguleiki er á að búa til fleiri en eitt áhorfendasvæði á sumum völlum.

„Það er misjafnt eftir völlum hvernig þetta gæti hentað. Þetta er eitthvað sem við munum fara betur yfir á næstu dögum," sagði Guðni.

Félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum og breytingar verða á opnunartíma hans í sumar. „Við erum að leggja lokahönd á það og munum hliðra því til eins og við teljum að sé best í þessum aðstæðum," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild en þar talar Guðni einnig um möguleika á fjölgun skiptinga og breytingum á æfingum meistaraflokka.
Athugasemdir
banner
banner