Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 07. maí 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 1. umferð: Engin spenntari að hefja leik í Pepsi Max
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„„Við ætluðum að setja alvöru hörku í leikinn, byrja mótið almennilega og sýna hvað í okkur býr og við náðum að gera það. Ég er búin að bíða eftir þessum leik lengi lengi. Staðan á mér er mjög góð og er klár í mótið."

Sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Beiðabliks, í viðtali eftir 9-0 sigur gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Viðtalið má sjá hér neðst í fréttinni.

Áslaug er leikmaður 1. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna á Fótbolta.net.

Áslaug hefur oftast spilað í vinstri bakverði hjá Breiðabliki en spilaði á hægri kantinum á þriðjudag. Hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

„Mér líður mög vel á kantinum, ég er sóknarmaður að upplagi og fór bara aftar þegar Steini setti mig aftar. Ég get leyst báðar stöður. Ég veit ekki hvort ég verði áfram á kantinum, það er Villa að velja. Ég er til í allt."

„Það var engin spenntari að hefja leik í Pepsi Max heldur en Áslaug Munda sem missti af bróðurhluta síðasta tímabils vegna meiðsla og veikinda. Leikmaðurinn fjölhæfi leysti hægri kantstöðuna í dag og gerði það frábærlega."

„Áslaug Munda ógnaði trekk í trekk með hraða sínum og eitruðum skotfæti. Skoraði tvö mörk og lagði upp annað,"
skrifaði Mist Rúnarsdóttir um frammistöðu Mundu í skýrslu leiksins.

Breiðablik mætir ÍBV á útivelli í 2. umferð á mánudag.
Áslaug Munda: Við ætlum að sýna að fyrsta sætið er okkar
Athugasemdir
banner
banner
banner