Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. maí 2021 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Högg að missa Evans í meiðsli
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var afar ósáttur með sína menn í 4-2 tapinu gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Newcastle skoraði fjögur mörk gegn Leicester en heimamenn náðu að minnka muninn undir lok leik.

Þetta var mikið högg í Meistaradeildarbaráttu Leicester sem hefur nú opnað á spennu í lokaumferðunum.

„Þetta var eitthvað svo úr karakter hjá okkur. Þetta eru ungir leikmenn og þú sást að fyrsta markið voru pjúra mistök. Þú hefur ekki tíma til að slaka á og taka Cruyff á þetta til að koma þér úr þessum aðstæðum. Það voru fleiri mistök, það kemur fyrir," sagði Rodgers.

Jonny Evans var ekki með Leicester vegna meiðsla og það sást að Leicester gat ekki höndlað fjarveru hans.

„Þetta truflaði mikið. Hann er heilinn í vörninni hjá okkur og talar mikið. Soyuncu og Fofana eru báðir einstaklingar og með mikla hæfileika en Evans er heilinn sem skipuleggur allt. Þetta var högg fyrir okkur," sagði hann í lokin.

Þessi leikur skipti Leicester miklu máli en liðið á þrjá erfiða leiki eftir í deildinni gegn Manchester United, Chelsea og Tottenham Hotspur.
Athugasemdir
banner