Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Grindavík með sterkan sigur
watermark Grindavík með sterkan sigur
Grindavík með sterkan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 0 - 1 Grindavík
0-1 Arianna Lynn Veland ('21 )

Grótta fékk Grindavík í heimsókn í fyrsta leik 6. umferðar Lengjudeildar kvenna í kvöld.

Með sigri hefði Grótta komist á toppinn en Grindavík freistaðist þess að komast nær toppliðunum.

Ariel Lewis var nálægt því að koma Gróttu yfir þegar hún vippaði yfir Heiðdísi Emmu í marki Grindavíkur en boltinn hafnaði í stönginni.

Aðeins mínútu síðar skoraði Arianna Lynn Veland fyrir Grindavík og tryggði liðinu sigur.

Grindavík fer upp í 4. sætið og er fjórum stigum á eftir Gróttu sem er í sætinu fyrir ofan.


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 18 12 3 3 54 - 24 +30 39
2.    Fylkir 18 12 2 4 53 - 24 +29 38
3.    HK 18 11 2 5 45 - 26 +19 35
4.    Grótta 18 10 3 5 55 - 33 +22 33
5.    Afturelding 18 8 5 5 36 - 29 +7 29
6.    Grindavík 18 8 4 6 39 - 38 +1 28
7.    Fram 18 6 4 8 27 - 35 -8 22
8.    FHL 18 5 3 10 35 - 44 -9 18
9.    KR 18 3 1 14 22 - 54 -32 10
10.    Augnablik 18 1 1 16 19 - 78 -59 4
Athugasemdir
banner
banner
banner