Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi treysti sér ekki til Barcelona - „Vildi taka ákvörðun sjálfur"
Mynd: Getty Images

Lionel Messi mun skrifa undir samning við Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Hann sagði frá ákvörðun sinni í kvöld en valið stóð á milli Miami, Barcelona og Al Hilal í Sádí Arabíu.


Messi fór til PSG árið 2021 frá Barcelona en hann neyddist. til að yfirgefa spænska félagið vegna fjárhagsörðuleika félagsins.

Hann sagði í yfirlýsingu sinni í kvöld að hann treysti sér ekki aftur til Barcelona.

„Ég vildi fara aftur til Barcelona, það var draumurinn. Ég vildi ekki lenda aftur í því sem gerðist fyrir tveimur árum. Ég vildi ekki að framtíðin mín yrði í höndum annarra. Ég vildi taka ákvörðun sjálfur, hafa sjálfan mig og fjöskylduna mína í huga," sagði Messi.


Athugasemdir
banner
banner