Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 07. júní 2024 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Extra sætt að koma til baka í þessum leik - „Þegar við þögguðum niður í Englendingum þá stigu þeir upp“
Icelandair
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson snéri aftur á völlinn í kvöld eftir erfið meiðsli en hann lék síðustu fimmtán mínúturnar í 1-0 sigrinum á Englandi á Wembley.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Íslendingar spiluðu frábæran fótbolta gegn einni sterkustu þjóð Evrópu. Eina markið gerði Jón Dagur eftir rúmar tíu mínútur og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri.

Arnór hefur ekkert verið með síðustu mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í undanúrslitum EM umspilsins gegn Ísrael, en hann kom inn af bekknum á 80. mínútu.

„Það var bara geggjað sko. Liðið var búið að hlaupa og berjast í 80 mínútur þegar ég kom inn á og það var bara að sigla þessu heim.“

„Við vissum alveg að við gætum gert þetta ef við hefðum trú á þessu og vissum að þeir kæmu kannski ekki 100 prósent til leiks og þeir voru ekki 'on it' í dag og við nýttum okkur það. Við sýndum líka gæði fram á við sem við höfum verið að tala um í síðustu verkefnum og núna í dag var varnarleikur mjög þéttur og náðum því að setja saman sigur,“
sagði Arnór við Fótbolta.net.

Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir Evrópumótið og aðeins annað tap þeirra gegn Íslandi í sögunni.

„Geggjað að ná að skemma fyrir. Maður fann stemninguna og Englendingarnir eru þannig að þú þarft að vinna stuðningsmennina með þér í lið og þegar við skorum þá slokknar á partíinu og við kvörtum ekki yfir því.“

Arnór er á mála hjá Blackburn Rovers í ensku B-deildinni og er nokkuð viss um að það verði farið yfir þetta í klefanum þegar hann snýr aftur til félagsins.

„Að sjálfsögðu og held að það verði talað um þetta lengi að litla Ísland hafi unnið England fyrir EM. Það verður klárlega farið eitthvað yfir þetta í klefanum.“

„Náttúrlega geggjað og gerir þetta extra sætt að gera þetta fyrir framan fullan Wembley. Ég held að við getum þvílíkt stoltir af því sem við vorum að afreka í kvöld.“


Stuðningsfólk Englendinga baulaði á sína leikmenn í leiknum og eftir leik. Eðlilega enda telja þeir ekki boðlegt að tapa fyrir um það bil 400 þúsund manna þjóð.

„Að hafa spilað á Englandi þá veit maður hvað það þýðir að skora fyrsta markið og sérstaklega þegar maður er á útivelli. Það slokknar á þeim og ef eitthvað er þá fara þeir á móti liðunum sínum og eins og ég segi ekki leiðinlegt að skemma partíið fyrir EM.“

Arnór hefur ekkert spilað síðan í mars og snéri aftur á völlinn í þessum leik en það fannst honum extra sætt.

„Það sem gerir þetta extra sætt fyrir mig að koma til eftir erfið meiðsli og náð að spila tíu mínútur þó það hafi ekki verið meira. Geggjað og sérstaklega í þessum leik eftir erfiða mánuði og hafa misst af miklu, að koma til baka með strákunum sem maður elskar að spila með og gera það á Wembley gerir það enn sætara.“

Liðið hefur náð miklum framförum undir stjórn Åge Hareide, þjálfara landsliðsins, en Arnór telur að allt sé á réttri leið.

„Ekki spurning og eins og við höfum talað um. Við erum með helling af flottum leikmönnum og sýndum það í dag og líka í þessum leikjum gegn Ísrael og Úkraínu þannig við erum að taka rétt skref Við erum að ná að þetta vörnina líka og sýndum það í dag.“

Þá talaði hann einnig um íslenska stuðningsfólkið sem fannst taka yfir í stemingunni eftir að Ísland tók forystuna.

„Þeir stóðu sig vel og eins og ég sagði þegar við þögguðum niður í Englendingum þá stigu þeir upp,“ sagði Arnór enn fremur, en hann talaði einnig um fyrrum liðsfélaga sinn Adam Wharton, sem verður í EM hópnum og átti góðan síðari hluta með Crystal Palace á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner