Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matic: Þeirra fjarvera góðar fréttir fyrir Serbíu
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United og Chelsea, tjáði sig um enska landsliðshópinn í færslu á X.

Matic er fyrrum landsliðsmaður Serbíu, hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2020. Hann lék með Lyon í Frakklandi á nýliðnu tímabili.

Hann segir að það séu góðar fréttir fyrir serbneska landsliðið að Gareth Southgate hafi ekki valið þá Jack Grealish og Marcus Rashford í hópinn fyrir EM.

Hann segir að það séu leikmenn sem geta ráðið úrslitum með einni hreyfingu.

England og Serbía mætast í fyrstu umferð riðlakeppninnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner