þri 07. júlí 2020 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Gary Martin tryggði sigurinn með hendi
Afturelding skoraði sjö
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er áfram með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildarinnar eftir sigur gegn Leikni R. í dag.

Jonathan Glenn skoraði fyrsta mark leiksins og vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu skömmu síðar en ekkert dæmt. Heimamenn í Leikni jöfnuðu þó á 27. mínútu þegar Sólon Breki Leifsson nýtti sér slæm mistök Sigurðs Arnars Magnússonar og skoraði.

Liðin skiptust á að sækja í fjörugum fyrri hálfleik og var seinni hálfleikur orkuminni en þó alveg jafn fjörugur.

Óskar Elías Zoega Óskarsson kom Eyjamönnum aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Gary Martin, sem gerði vel að halda boltanum umkringdur andstæðingum. Óskar Elías átti glæsilegt skot sem endaði í netinu.

Á 77. mínútu jöfnuðu Leiknismenn þegar Sólon Breki bætti við marki úr vítaspyrnu en skömmu síðar kom Gary gestunum aftur yfir.

Markið skoraði Gary með hendinni en hann var á gulu spjaldi. Dómararnir sáu ekki að skorað var með hendi og innsiglaði Gary svo sigur Eyjamanna með öðru marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-4.

Leiknismenn eru áfram með sjö stig.

Leiknir R. 2 - 4 ÍBV
0-1 Jonathan Glenn ('18)
1-1 Sólon Breki Leifsson ('27)
1-2 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('56)
2-2 Sólon Breki Leifsson ('77, víti)
2-3 Gary Martin ('79)
2-4 Gary Martin ('93)

Í Mosfellsbæ áttust Afturelding og Magni við. Heimamenn fóru á kostum og gjörsamlega rúlluðu yfir Grenvíkinga.

Jason Daði Svanþórsson kom Mosfellingum yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Andri Freyr Jónasson forystuna fyrir leikhlé.

Andri Freyr bætti þremur mörkum við í síðari hálfleik áður en Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson komu sér einnig á blað.

Lokatölur urðu 7-0 og fyrstu stig Aftureldingar í sumar staðreynd. Skýr skilaboð úr Mosfellsbæ eftir slaka byrjun á tímabilinu. Magni er áfram án stiga.

Afturelding 7 - 0 Magni
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('29)
2-0 Andri Freyr Jónasson ('45)
3-0 Andri Freyr Jónasson ('69)
4-0 Andri Freyr Jónasson ('77)
5-0 Andri Freyr Jónasson ('85)
6-0 Eyþór Aron Wöhler ('88)
7-0 Ragnar Már Lárusson ('90)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner