Það ræðst í kvöld hvort England eða Danmörk komist í úrslitaleik EM alls staðar. Hollendingurinn Danny Makkelie flautar til leiks á Wembley klukkan 19:00.
Spámenn Fótbolta.net eru Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður og Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum
Spámenn Fótbolta.net eru Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður og Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum
Tómas Þór Þórðarson
England 2 - 0 Danmörk
Það er eiginlega ómögulegt að tapa leikjum þegar að þú færð ekki á þig mark. The man with the plan, Gareth Southgate, verður, að ég tel, ekki í miklum vandræðum með að loka á Dani og svo er Kane vaknaður þannig það verður gleði á Wembley.
Benedikt Bóas Hinriksson
England 0 - 1 Danmörk
Djöfull sem ég vona að Danir vinni. Bara fyrir ógeðin sem eru stuðningsmenn Englendinga að rakka þessa þýsku stelpu niður. Það verðskuldar að Englendingar detti út og horfi á úrslitaleikinn bara heima í stofu. Það er ekki hægt að halda með Englendingum.
Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England 0 - 1 Danmörk
Ég er búsettur í Englandi stærstan hluta árs og hef sterkar taugar til enska liðsins. Ég hef samt einhvern veginn sterkari taugar til danska liðsins eftir það sem þeir gengu í gegnum í upphafi móts og hvernig þeir komu sér saman eftir það. Það er rosalegur andi í báðum þessum liðum en ég ætla að segja það að Danmörk hafi betur og komist í úrslitaleikinn. Martin Braithwaite verður hetjan í frekar lokuðum leik.
Athugasemdir