Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. júlí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK fær tvær frá Stjörnunni (Staðfest) - Mega spila í kvöld
Mynd: HK
HK fékk á dögunum tvo öfluga leikmenn í sínar raðir. Þær koma báðar frá Stjörnunni, á láni út tímabilið.

Rakel Lóa Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir heita þær og eru báðar komnar með leikheimild.

María Sól er 23 ára gömul og Rakel Lóa er átján ára. Rakel Lóa er dóttir Brynjars Björns Gunnarssonar sem er einmitt fyrrum þjálfari karlaliðs HK.

Hún er fjölhæfur leikmaður sem spilar yfirleitt í hægri bakverði var lykilmaður í Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra áður en hún skipti yfir í Stjörnuna.

María Sól er sóknarmaður og hefur spilað 65 leiki fyrir Stjörnuna og Grindavík í efstu deild.

HK er sem stendur í 3. sæti Lengjudeildarinnar með 21 stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner