Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 07. ágúst 2020 20:59
Aksentije Milisic
Meistaradeildin: Lyon sló Juventus út - City komst áfram
Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ronaldo gerði tvennu en það dugði ekki til.
Ronaldo gerði tvennu en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Manchester City og Lyon eru komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. City sló Real Madrid úr keppni á meðan Lyon gerði sér lítið fyrir og fór áfram í einvígi sínu gegn Juventus á útivallarmarki.

Á Etihad vellinum leiddi Manchester City 2-1 gegn Real Madrid fyrir leik liðanna í kvöld. Leikurinn var mjög fjörugur og strax á 9. mínútu gerði Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, sig sekan um slæm mistök þegar hann var að dóla með knöttinn í vörninni. Gabriel Jesus tók af honum boltann, lagði hann á Raheem Sterling sem skoraði auðveldlega.

Karim Benzema gaf gestunum von þegar hann jafnaði metin með skalla á 28. mínútu eftir flottan sprett frá Rodrigo. Varane var hins vegar ekki hættur að gera mistök. Á 68. mínútu ætlaði hann að skalla boltann til baka á markvörð sinn í rólegheitunum en Jesus var búinn að lesa í stöðuna, komst á milli og skoraði.

Manchester City vinnur einvígið 4-2 samanlagt og mætir liðið Lyon í 8-liða úrslitunum í næstu viku í Portúgal.

Á Ítalíu áttust við Juventus og Lyon en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri gestanna. Lyon byrjaði leikinn betur í kvöld en Memphis Depay kom gestunum yfir úr vítaspyrnu. Depay var svellkaldur og skoraði með Panenka spyrnu. Leikmenn Juventus voru ósáttir. Fyrst vildu þeir vildu fá brot á Gonzalo Higuain í aðdragandanum og síðan var vítaspyrnudómurinn sjálfur mjög vafasamur svo ekki sé meira sagt.

Cristiano Ronaldo neitaði hins vegar að gefast upp og skoraði hann úr vítaspyrnu á 43. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni eftir klukkutíma leik og kom heimamönnum yfir.

Þá þurfti Juventus einungis eitt mark til þess að komast áfram.
Gestirnir þraukuðu hins vegar það sem eftir lifði leiks.
Mjög óvænt úrslit en það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á því að Lyon væri að fara henda stórliði Juventus úr Meistaradeildinni.

Lyon mætir Manchester City í 8-liða úrslitum eins og áður sagði í næstu viku.

Manchester City 2 - 1 Real Madrid
1-0 Raheem Sterling ('9 )
1-1 Karim Benzema ('28 )
2-1 Gabriel Jesus ('68 )

Juventus 2 - 1 Lyon
0-1 Memphis Depay ('12 , víti)
1-1 Cristiano Ronaldo ('43 , víti)
2-1 Cristiano Ronaldo ('60 )
Athugasemdir
banner