Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 07. ágúst 2020 15:03
Magnús Már Einarsson
Tobias Thomsen til Hvidovre (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Thomsen, framherji KR, hefur samið við Hvidovre í dönsku B-deildinni.

„Ég hef lengi saknað Danmerkur, vinanna og danska fótboltans," sagði Tobias við Hvidovre Avis í dag.

Tobias hafði nokkra möguleika í Danmörku en hann ákvað að velja Hvidovre þar sem hann þekkir þjálfarann Per Frandsen, fyrrum leikmann Bolton.

Hinn 27 ára gamli Tobias spilaði með KR 2017, 2019 og í ár en árið 2018 lék hann með Val. Hann hefur skorað 18 mörk í 63 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sínum.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi er opin til mánaðarmóta og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að félagið muni mögulega bæta við leikmanni eftir að Tobias er farinn.

„Auðvitað erum við að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði og sjá hvað við getum gert. Það væri gott að fá einhvern inn í staðinn því það er slæmt að missa hann. Við þurfum að biða og sjá. Markaðurinn erfiður en við höfum augu og eyru opin," sagði Rúnar við Fótbolta.net fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner