Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 07. ágúst 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Væri mikill plús að fá markmann sem þorir að spila frá marki
David De Gea
David De Gea
Mynd: EPA
Bræðurnir vilja fá Jan Oblak inn fyrir De Gea
Bræðurnir vilja fá Jan Oblak inn fyrir De Gea
Mynd: Getty Images
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn, stuðningsmenn Manchester United
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn, stuðningsmenn Manchester United
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
David De Gea, markvörður Manchester United, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að hafa ekki þróað leik sinn eins og aðrir markverðir, en þetta er staða sem félagið þarf að skoða fyrir næstu ár.

De Gea kom til United frá Atlético Madríd fyrir ellefu árum. Hann tók við stöðunni af Edwin van der Sar sem lagði hanskana á hilluna.

Ferill Spánverjans hjá United hefur verið upp og ofan. Hann hefur átt margar heimsklassavörslur en hefur ekki alveg náð að fylgja þróuninni og er oft gagnrýndur fyrir að geta ekki spilað frá marki og tekið þátt í uppspili eins og flestir markverðir í nútímafótbolta eru færir um að gera á þessu stigi fótboltans.

De Gea hefur þótt óöruggur í löppunum og í fyrirgjöfum og hornspyrnum en Húsvíkingarnir Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir ræddu markmannsstöðuna í Enska boltanum.

„Já. Mér finnst það. Ég er búinn að verja þennan mann fram í rauðan dauðann síðustu ár fyrir utan kannski síðustu tvö ár, en ég er orðinn pínu þreyttur á honum. Hann er góður að verja og efast enginn um það og það vita það allir."

„Ég þoli ekki hvað hann hangir endalaust á línunni. Það komu milljón skipti á síðustu leiktíð þar sem ég var alveg brjálaður við hann. Það kemur þversending inn í teig milli varnar og markmanns inn í markteig þar sem hann hangir á línunni sem allir aðrir markmenn hefðu hirt. Hvernig hann er í fyrirgjöfum og annað, er bara orðinn þreyttur á þessu."

„Þú hefnir þetta með að Ten Hag hafi hraunað yfir hann um daginn. Það skiptir fyrst og fremst máli að markvörður geti varið boltann og verið góður í loftinu og annað en það væri mikill plús að fá markmann sem þorir að spila frá markinu."

„Hann verður þarna í vetur en það er ekki hægt að skipta fimmtán leikmönnum út og fimmtán leikmönnum inn. Ten Hag þarf næstu þrjú árin að hann fái sinn tíma til að byggja upp sitt lið og ef hann fær að gera það þá verður De Gea ekki þarna eftir tvö eða þrjú ár í mesta lagi, að ég vona,"
sagði Hrannar Björn í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn.

Sammála um að Oblak sé fyrsti kostur inn fyrir De Gea

Bræðurnir, sem eru jú grjótharðir stuðningsmenn United, búast við því að hann fái nokkur tímabil í viðbót áður en Erik ten Hag losar sig við hann. Slóvenski markvörðurinn Jan Oblak, sem spilar fyrir Atlético Madríd, er efstur á blaði hjá þeim.

„Oblak hjá Atlético Madríd. Ég væri til í hann en veit ekki hvort það sé raunhæft að fá hann. Af hverju ekki að reyna? Það gæti verið raunhæft á næsta tímabili," sagði Hallgrímur Mar og var Hrannar sammála honum með það.

„Oblak er fyrsta nafn sem kemur í hugann en ég veit ekkert um markmenn. Ég er ekkert að scouta markmenn hjá öðrum liðum. Það er óþolandi að horfa á Liverpool og Man City spila og hugsa djöfull maður gæti verið með þessa gæja í sínu liði en ætli Ten Hag fari ekki í Ajax og sækir markmann þangað ef maður þekkir hann rétt," sagði hann ennfremur.
Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner