Portsmouth er búið að næla sér í mikilvægan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í Championship deildinni, eftir að félagið gerði sér lítið fyrir og vann League One deildina á síðustu leiktíð.
Matt Ritchie er kominn aftur til uppeldisfélagsins eftir rúmlega 13 ára fjarveru, þegar hann yfirgaf Portsmouth fyrir Swindon Town.
Ritchie er 34 ára gamall og er kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem bakvörður.
Ritchie gerði garðinn frægan fyrst með Bournemouth og svo Newcastle, þar sem hann á yfir 350 keppnisleiki að baki fyrir þessi tvö félög samanlagt.
Ritchie kemur á frjálsri sölu frá Newcastle eftir að samningurinn hans rann út. Newcastle ætlaði að semja aftur við Ritchie en þurfti að hætta við þegar félaginu mistókst að landa sæti í Evrópukeppni fyrir komandi leiktíð.
Ritchie, sem verður 35 ára í september, gerir tveggja ára samning við Portsmouth.
It's official. He's home. ????????#Pompey pic.twitter.com/narRiQJKQa
— Portsmouth FC (@Pompey) August 6, 2024
Athugasemdir