Fram og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í tíðindalitlum leik á Laugardalsvelli í kvöld.
Ég náði tali af Hlyn, markmanni Fram sem hélt hreinu í dag en var sammála því að leikurinn fór hægt af stað.
„Mér fannst þetta byrja svolítið hægt, mér fannst leikurinn svo ganga aðeins betur þegar á leið, eins og í seinni hálfleik þegar grasið var orðið blautt. Ekki okkar besti leikur, en við héldum hreinu og það er mikilvægt."
Brotið var tvisvar á honum í leiknum og fannst honum seinna brotið vera klárt rautt spjald á Elvar Inga.
„Fyrra atvikið, þá braut hann á mér þegar ég var kominn með boltann og seinna, mér fannst það bara pjúra rautt, þá fer hann með sólann beint í andlitið á mér."
Fram eru í þeirri stöðu að þeir geti hvorki fallið né komist upp og eru því í raun að spila uppá stoltið í síðustu leikjunum segir Hlynur.
„Þetta er bara uppá stigin, stoltið og klúbbinn. Mér finnst bara mikilvægt fyrir strákana að halda áfram og taka þessi 6 stig sem eftir eru."
Ég náði tali af Hlyn, markmanni Fram sem hélt hreinu í dag en var sammála því að leikurinn fór hægt af stað.
„Mér fannst þetta byrja svolítið hægt, mér fannst leikurinn svo ganga aðeins betur þegar á leið, eins og í seinni hálfleik þegar grasið var orðið blautt. Ekki okkar besti leikur, en við héldum hreinu og það er mikilvægt."
Brotið var tvisvar á honum í leiknum og fannst honum seinna brotið vera klárt rautt spjald á Elvar Inga.
„Fyrra atvikið, þá braut hann á mér þegar ég var kominn með boltann og seinna, mér fannst það bara pjúra rautt, þá fer hann með sólann beint í andlitið á mér."
Fram eru í þeirri stöðu að þeir geti hvorki fallið né komist upp og eru því í raun að spila uppá stoltið í síðustu leikjunum segir Hlynur.
„Þetta er bara uppá stigin, stoltið og klúbbinn. Mér finnst bara mikilvægt fyrir strákana að halda áfram og taka þessi 6 stig sem eftir eru."
Athugasemdir