Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. september 2020 08:22
Magnús Már Einarsson
Boltastrákur hjá Íslandi 2015 - Gæti spilað á morgun
Icelandair
Aron og Andri í leiknum árið 2015.
Aron og Andri í leiknum árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson var á dögunum valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta skipti.

Hinn 18 ára gamli Andri Fannar var ónotaður varamaður gegn Englandi í fyrradag en hann gæti spilað gegn Belgum á morgun.

Andri Fannar, sem spilar með Bologna í Serie A, var boltastrákur þegar Ísland mætti Kasakstan árið 2015.

Andri var þá 13 ára gamall en Ísland gerði markalaust jafntefli í leiknum á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á EM í fyrsta skipti í sögunni.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður, birti skemmtilega mynd á Twitter í dag þar sem Andri sést sem boltastrákur í leiknum en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, fékk að þurrka boltann hjá honum áður en hann tók langt innkast.

Fimm árum síðar gæti hann spilað sinn fyrsta landsleik á morgun.




Athugasemdir
banner
banner