Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 13:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea einnig haft samband við Pochettino
Mynd: EPA
David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, greinir frá því að Chelsea hafi haft samband við Mauricio Pochettino varðandi stjórastöðuna hjá félaginu. Chelsea er í stjóraleit eftir að félagið ákvað að reka Thomas Tuchel í morgun.

Chelsea hefur þegar haft samband við Brighton og óskað eftir því að fá að ræða við Graham Potter um stjórastöðuna.

Þeir tveir eru taldir líklegastir til að taka við starfinu. Nafn Zinedine Zidane hefur einnig verið nefnt en hann er ekki talinn nálægt því jafn líklegur.

Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham í hádeginu á laugardag. Chelsea vill klára ráðningu á nýjum stjóra sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner