Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. september 2022 21:01
Aksentije Milisic
Meistaradeildin: Napoli fór illa með Liverpool - Lewandowski setti þrennu
Khvicha Kvaratskhelia átti flottan leik.
Khvicha Kvaratskhelia átti flottan leik.
Mynd: EPA
Þrenna.
Þrenna.
Mynd: EPA
Sane skoraði í sigri.
Sane skoraði í sigri.
Mynd: EPA

Það var svo sannarlega líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld en spilað var í fyrstu umferðinni í riðlakeppninni.


Í A-riðli áttust við Napoli og Liverpool á Ítalíu. Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleiknum og voru það heimamenn í Napoli.

Liðið gjörsamlega valtaði yfir Liverpool og var staðan 3-0 í hálfleik og gat hún auðveldlega verið stærri.

Piotr Zielinski skoraði af vítapunktinum á 5. mínútu eftir að James Milner handlék knöttinn. Stuttu síðar fékk liðið aðra vítaspyrnu þegar Van Dijk braut á Victor Osimhen en Alisson Becker varði frá honum.

Andre Anguissa tvöfaldaði forystuna áður en Giovanni Simeone, sem kom inn á sem varamaður fyrir Osimhen sem meiddist, skoraði þriðja markið rétt fyrir leikhlé eftir mögnuð tilþrif frá hinum efnilega Khvicha Kvaratskhelia.

Ræða Jurgen Klopp í hálfleikum virðist ekki hafa virkað því strax á 47. mínútu skorað Piotr Zielinski aftur af stuttu færi og kom stöðunni í 4-0. Luis Diaz minnkaði muninn fyrir Liverpool en nær komust gestirnir ekki. Frábær sigur hjá Napoli.

Bayern Munchen vann öflugan útisigur á Inter Milan í C-riðli en í sama riðli vann Barcelona 5-1 sigur á Plzen. Robert Lewandowski gerði þrennu í leiknum.

Tottenham vann Marseille á heimavelli en gestirnir þurftu að spila manni færri nánast allan síðari hálfleikinn. Það voru senur í Madrid en þar vann Atletico Madrid 2-1 sigur á Porto en öll mörkin komu í uppbótartímanum.

Öll úrslit kvöldsins og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Napoli 4 - 1 Liverpool
1-0 Piotr Zielinski ('5 , víti)
1-0 Victor Osimhen ('19 , Misnotað víti)
2-0 Andre Zambo Anguissa ('31 )
3-0 Giovanni Simeone ('44 )
4-0 Piotr Zielinski ('47 )
4-1 Luis Diaz ('49 )

Atletico Madrid 2 - 1 Porto
1-0 Mario Hermoso ('90 )
1-1 Mateus Uribe ('90+6)
2-1 Antonie Griezmann ('90+10)
Rautt spjald: Mehdi Taremi, Porto ('81)

Club Brugge 1 - 0 Bayer
1-0 Abdoul Karim Sylla ('42 )

Barcelona 5 - 1 Plzen
1-0 Franck Kessie ('13 )
2-0 Robert Lewandowski ('34 )
2-1 Jan Sykora ('44 )
3-1 Robert Lewandowski ('45 )
4-1 Robert Lewandowski ('67 )
5-1 Ferran Torres ('71 )

Inter 0 - 2 Bayern
0-1 Leroy Sane ('25 )
0-2 Danilo D'Ambrosio ('66 , sjálfsmark)

Tottenham 2 - 0 Marseille
1-0 Richarlison ('76 )
2-0 Richarlison ('81 )
Rautt spjald: Chancel Mbemba, Marseille ('47)


Athugasemdir
banner
banner
banner