Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 07. október 2020 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Radoi: Ég fæddist á svipuðum tíma og Hamrén hóf þjálfaraferilinn
Icelandair
Mirel Radoi
Mirel Radoi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á Evrópumótinu á morgun en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45. Mirel Radoi, þjálfari Rúmena, talar vel um Erik Hamrén í viðtali við rúmenska fjölmiðla.

Aðeins er einn leikur spilaður í undanúrslitum og fer sigurvegarinn í úrslitaleik við annað hvort Ungverjaland eða Búlgaríu.

Rúmenska liðið er afar öflugt en Radoi, sem er fæddur 1981, talaði um Hamrén fyrir leikinn. Hamrén hóf sinn þjálfaraferil árið 1987 og fannst Radoi það ansi skemmtileg staðreynd.

„Þjálfari íslenska landsliðsins byrjaði þjálfaraferil sinn á svipuðum tíma og ég fæddist. Ímyndið ykkur alla þá reynslu sem hann býr yfir. Það verður frábær reynsla að mæta honum," sagði Radoi.

Bæði Ísland og Rúmenía spiluðu á EM fyrir fjórum árum. Ísland komst í 8-liða úrslit eins og þekkt er á meðan Rúmenía datt út í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner