Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 07. október 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid ætlar að fá Camavinga á næsta ári
Spænska félagið Real Madrid ætlar að festa kaup á franska miðjumanninum Eduardo Camavinga frá Rennes. Spænska blaðið Don Balon greinir frá.

Hann spilaði fyrsta leik sinn fyrir Rennes í apríl á síðasta ári en þá var hann aðeins 16 ára gamall.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur honum tekist að vinna sér inn sæti í byrjunarliði og er nú þegar álitinn sem lykilmaður liðsins en Rennes vann sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.

Camavinga er eitt mesta efni Frakklands og hefur spænska félagið Real Madrid sýnt honum mikinn áhuga en samkvæmt Don Balon þá ætlar félagið að kaupa hann frá Rennes á næsta ári.

Madrídingar þurfa að greiða 55 milljónir evra fyrir þjónustu hans en Zinedine Zidane, þjálfari spænska félagsins, lítur á hann sem arftaka Casemiro á miðjunni.

Camavinga lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Frakkland í síðasta mánuði og er hann yngsti leikmaðurinn í 106 ár til að spila fyrir Frakkland. Hann mun væntanlega byrja er Frakkland mætir Úkraínu í vináttuleik í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner