Lokaumferð Bestu deildarinnar fer fram í dag, laugardag, og lokaleikur deildarinnar fer svo fram á sunnudag þegar Breiðablik tekur á móti Stjörnunni.
Það er barist um 3. sætið og 5. sætið í efri hlutanum. Í neðri hlutanum geta svo fjögur lið fallið með Keflavík í Lengjudeildina.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra sem verður í Bestu deildinni á næsta tímabili, spáir í lokaumferðina.
Það er barist um 3. sætið og 5. sætið í efri hlutanum. Í neðri hlutanum geta svo fjögur lið fallið með Keflavík í Lengjudeildina.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra sem verður í Bestu deildinni á næsta tímabili, spáir í lokaumferðina.
Víkingur 3 - 3 Valur (14:00)
Hörku leikur sem endar með jafntefli þar sem bæði lið verða ósátt í leikslok. Eina sem skiptir máli í þessum leik er hver það verður sem sækir silfurskóinn en á endanum verður það Patrick Pedersen sem setur 2 mörk. Andri Rúnar kemur inná og setur eitt mark áður en hann kemur heim í Vestra.
FH 1 - 3 KR (14:00)
KR kemst í 3-0 í kveðjuleik Rúnars þar sem Luke Rae setur 2 fyrir utan teig. FH setur vafasamt sárarbótamark seint í leiknum sem Aron Snær markmaður er ekki sáttur með og fær gult spjald fyrir tuð.
ÍBV 3 - 1 Keflavík (14:00)
Sérstakur leikur sem ÍBV klárar en úrslit annara leikja verða þeim óhagstæð. Fallnir Keflvíkingar mæta gíraðir til leiks en tapa samt og draga ÍBV niður með sér í Lengjudeildina.
Fylkir 2 - 0 Fram (14:00)
Fylkir þarf nauðsynlega sigur í þessum leik til að tryggja veru sína í deildinni. Þórður Gunnar og Pétur Bjarna setja sitthvort kveðjumarkið fyrir Fylki áður en þeir koma heim.
KA 1 - 1 HK (14:00)
HK fer norður og sækir stigið sem þeir þurfa til að halda sér í deildinni.
Breiðablik 2 - 4 Stjarnan (14:00 á sunnudag)
Stjörnumenn halda áfram að vera sjóðheitir og klára þennan leik nokkuð þægilega. Emil Atlason setur þrennu og bætir markametið.
Fyrri spámenn:
Arnar Daníel (5 réttir)
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Viktor Jónsson (4 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Benedikt Warén (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Mikael Nikulásson (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Hans Viktor Guðmundsson (2 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Valgeir Valgeirsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir