Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ofurvaramaðurinn Duran framlengir - Frábær tölfræði
Mynd: Getty Images
Aston Villa tilkynnti í dag að Jhon Duran væri búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Nýr samningur gildir til 2030.

Duran kom til Aston Villa frá Chicago Fire í fyrra og kostaði um 18 milljónir punda.

Hann er fæddur árið 2003 og hefur skorað mark á 71,7 mínútna fresti frá upphafi síðasta tímabils. Erling Braut Haaland er næstur á eftir honum með mark á 86,1 mínútna fresti.

Duran er frábær í því að koma inn á og skora. Með Ollie Watkins í liðinu er erfitt fyrir Duran að fá byrjunarliðssæti hjá Villa.

Kólumbíski framherjinn hefur skorað sex mörk á tímabilinu og fimm þeirra hafa verið sigurmörk. Sjötta markið kom gegn Bayern Munchen í miðri viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner