Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Rán besti miðjumaðurinn annað árið í röð
Undanúrslit deildarinnar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Hauksdóttir var í gær valin besti miðjumaður sinnar deildar í bandaríska háskólaboltanum. Þetta kemur fram á mbl.is. Þetta er annað árið í röð sem Andrea hlýtur þessa nafnbót.

Andrea átti gott tímabil í deildakeppninni bæði sóknar- og varnarlega. Hún skoraði fjögur mörk og lagði upp sjö.

Andrea var í byrjunarliði USF (Háskólinn í Suður-Flórída) í öllum leikjum tímabilsins og lék næstflestar mínútur allra leikmanna liðsins. Í dag mætir liðið lið UCF (Háskólanum í Mið-Flórída) í undanúrslitum deildarinnar. Andrea er vítaskytta liðsins.

Andrea er leikmaður Breiðabliks á Íslandi og á 10 landsleiki að baki. Í sumar lék hún ellefu leiki fyrir Breiðablik sem endaði í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner