Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eggert orðaður við Fylki en verður mjög líklega áfram með KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA vonast til að klára þjálfaramál sín á næstu dögum, félagið vonast til að Eggert Gunnþór Jónsson verði áfram þjálfari liðsins. Eggert tók við liðinu í ágúst þegar Mikael Nikulásson var látinn fara. Eggert hafði fram að því verið spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.

Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Fylkis, sagði í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á mánudag frá því að hann hefði heyrt nafn Eggerts í tengslum við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá meistaraflokki karla hjá Fylki, en Árbæingar hafa enn ekki tilkynnt hver mun aðstoða Árna Frey Guðnason á komandi tímabili. Þeir Árni og Eggert unnu saman í yngri flokkum FH á sínum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Jóhann Ragnar Benediktsson formann KFA.

„Við erum að vonast til að geta klárað Eggert núna á næstu dögum. Það er vilji beggja aðila. Við hefðum viljað vera búnir að þessu en það eru smá breytingar í félaginu sem snúa að yngri flokkunum sem hafa tafið ferlið," segir Jóhann.
Athugasemdir
banner
banner
banner