Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Chelsea skoraði átta á Brúnni - Fiorentina og Panathinaikos töpuðu óvænt
Christopher Nkunku átti stórleik með Chelsea
Christopher Nkunku átti stórleik með Chelsea
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingason var í vörn Panathinaikos
Sverrir Ingi Ingason var í vörn Panathinaikos
Mynd: Getty Images
Chelsea er áfram með fullt hús stiga í Sambandsdeild Evrópu eftir að hafa gersamlega niðurlægt armenska liðið Noah, 8-0, á Stamford Bridge í kvöld. Íslendingalið Fiorentina og Panathinaikos töpuðu óvænt sínum leikjum.

Sambandsdeildin er að mörgu leyti nokkuð þægileg fyrir Chelsea, en þar fær Enzo Maresca tækifæri til að leyfa þeim leikmönnum sem fá fáar mínútur í úrvalsdeildinni til að spila.

Þeir eru allir að nýta tækifæri sín. Chelsea var búið að ganga frá leiknum á fyrstu tuttugu mínútunum.

Tosin Adarabioyo skoraði með skalla eftir hornspyrnu Enzo Fernandez á 12. mínútu. Marc Guiu bætti við öðru mínútu síðar og þá gerði Axel Disasi skalla mark á 18. mínútu eftir aðra hornspyrnu Enzo.

Goncalo Silva, varnarmaður Noah, var í algeru rugli í leiknum og átti mistök í nokkrum mörkum liðsins. Hann gaf tildæmis markið sem Guiu skoraði og einnig fjórða markið sem Joao Felix skoraði eftir undirbúning Enzo.

Mykhailo Mudryk gerði fimmta markið með laglegu skoti af 20 metrum áður og var enn tími til að gera sjötta markið áður en flautað var til hálfleiks, en Joao Felix sá til þess.

Christopher Nkunku bætti við tveimur í síðari hálfleiknum. Fyrra markið gerði hann á 69. mínútu og það síðara úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var eftir.

Chelsea hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en það dugði liðinu að skora átta. Chelsea er búið að skora 16 mörk í þremur leikjum og er með fullt hús stiga.

Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá Noah og var á bekknum en kom ekkert við sögu.

Sverrir Ingi Ingason var í vörn Panathinaikos sem tapaði óvænt fyrir sænska liðinu Djurgården, 2-1, í Svíþjóð. Panathinaikos hefur alls ekki náð sér á strik í keppninni og er aðeins með eitt stig.

Albert Guðmundsson var ekki í hópnum hjá Fiorentina sem tapaði fyrir APOEL frá Kýpur, 2-1. Fiorentina er með sex stig úr þremur leikjum.

Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á varamannabekk FCK sem gerði 2-2 jafntefli við Istanbul Basaksehir. FCK er í 29. sæti með 2 stig.

APOEL 2 - 1 Fiorentina
1-0 Anastasios Donis ('37 )
2-0 David Abagna ('45 )
2-1 Jonathan Ikone ('74 )

Chelsea 8 - 0 Noah
1-0 Tosin Adarabioyo ('12 )
2-0 Marc Guiu ('13 )
3-0 Axel Disasi ('18 )
4-0 Joao Felix ('21 )
5-0 Mykhailo Mudryk ('39 )
6-0 Joao Felix ('41 )
7-0 Christopher Nkunku ('69 )
8-0 Christopher Nkunku ('76 , víti)

Djurgarden 2 - 1 Panathinaikos
0-1 Filip Djuricic ('17 )
1-1 Tobias Gulliksen ('49 )
2-1 Deniz Hummet ('74 )

FC Kobenhavn 2 - 2 Istanbul Basaksehir
0-1 Philippe Keny ('26 )
1-1 Amin Chiakha ('79 )
1-2 Krzysztof Piatek ('80 )
2-2 Amin Chiakha ('83 )

Hearts 0 - 2 Heidenheim
0-1 Sirlord Conteh ('57 )
0-2 Jan Schoppner ('89 )

Jagiellonia 3 - 0 Molde
1-0 Afimico Pululu ('6 )
2-0 Kristoffer Hansen ('60 )
3-0 Kristoffer Hansen ('75 )

Larne FC 1 - 2 St. Gallen
1-0 Abdoulaye Diaby ('4 , sjálfsmark)
1-1 Lukas Gortler ('29 )
1-2 Hugo Vandermersch ('79 )

LASK Linz 0 - 0 Cercle Brugge
Rautt spjald: Kevin Denkey, Cercle Brugge ('45)

Betis 2 - 1 Celje
1-0 Natan ('75 )
1-1 Aljosa Matko ('81 )
2-1 Juanmi ('90 )

Guimaraes 2 - 1 Boleslav
1-0 Tiago Silva ('40 , víti)
2-0 Oscar Rivas ('59 )
2-1 Vasil Kusej ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner