Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 14:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Everton lagði Chelsea í fyrsta leik Ferguson
Ferguson lifði sig inn í leikinn.
Ferguson lifði sig inn í leikinn.
Mynd: Getty Images
Everton 3 - 1 Chelsea
1-0 Richarlison ('5)
2-0 Dominic Calvert-Lewin ('49)
2-1 Mateo Kovacic ('52)
3-1 Dominic Calvert-Lewin ('84)

Marco Silva var rekinn úr stjórastól Everton eftir 5-2 tap gegn Liverpool fyrr í vikunni og tók Duncan Ferguson við sem bráðabirgðastjóri.

Fyrsti leikur Everton undir stjórn Ferguson var gegn Chelsea í dag og setti hann Gylfa Þór Sigurðsson að sjálfsögðu í byrjunarliðið.

Heimamenn fóru vel af stað og skoraði Richarlison með góðum skalla snemma leiks, eftir laglega fyrirgjöf frá Djibril Sidibe.

Chelsea fékk mikið af hálffærum en það voru heimamenn sem tvöfölduðu forystuna þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði í upphafi síðari hálfleiks. Calvert-Lewin gerði vel að nota líkamsstyrk sinn til að halda varnarmönnum frá sér og skora.

Sú gleði var þó skammlíf því Mateo Kovacic minnkaði muninn skömmu síðar.

Leikurinn opnaðist mikið í kjölfarið og fengu bæði lið góð færi til að skora. Það voru þó heimamenn sem náðu að pota inn marki og innsigla sigurinn.

Calvert-Lewin var þá aftur á ferðinni, í þetta sinn skoraði hann eftir undirbúning frá Tom Davies. Everton vann boltann hátt uppi á vellinum eftir misskilning á milli Kepa Arrizabalaga og Kurt Zouma.

Meira var ekki skorað og fimmti sigur Everton á tímabilinu staðreynd. Liðið er með 17 stig eftir 16 umferðir, á meðan Chelsea er í fjórða sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner