Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Al Arabi náði jafntefli eftir að hafa lent tvisvar undir
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Al Arabi gerði jafntefli við Al Duhail í bikarkeppninni í Katar eftir að hafa tvisvar lent undir.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Al Arabi og lék 83 mínútur. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi.

Khalid Mohammed kom Al Duhail yfir eftir aðeins tvær mínútur, en á áttundu mínútu jafnaði Mohammed Salem fyrir Al Arabi. Staðan í hálfleik var 1-1.

Youssef Msakni kom Al Duhail aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks, en Al Arabi jafnaði aftur á 73. mínútu. Jöfnunarmarkið skoraði Hamdi Harbaboui.

Þar við sat og lokatölur 1-1. Í bikarkeppninni í Katar er leikið í tveimur riðlum og komast fjögur efstu liðin í báðum riðlunum í 8-liða úrslit. Al Arabi er búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin.

Þetta var lokaleikurinn í riðlinum og endar Al Arabi í þriðja sæti hans.

Þess má geta að Rui Faria, fyrrum aðstoðarmaður Jose Mourinho, er þjálfari Al Duhail. Faria var reiður eftir leik gegn Al Arabi fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner