Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær um rasismann: Maðurinn hlýtur að skammast sín
Mynd: Getty Images
Nokkrir leikmenn Manchester United urðu fyrir kynþáttafordómum í sigrinum gegn Manchester City í kvöld.

Á 68. mínútu ætlaði Fred, miðjumaður Man Utd, að taka hornspyrnu en hlutum var þá hent í hann úr stúkunni. Einnig sést einn stuðningsmaður á myndbandi virðast gera apahljóð, sem er merki um kynþáttafordóma.

Man City sendi frá sér yfirlýsingu strax eftir leik.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var búinn að sjá myndbandið þegar hann fór í viðtal BBC eftir leik.

„Ég hef séð myndbandið, það voru Jesse (Lingard) og Fred sem urðu fyrir kynþáttafordómum. Maðurinn hlýtur að skammast sín," sagði Solskjær og bætti við: „Þetta er óásættanlegt og ég vona að hann fái ekki að horfa meira á fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner