Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 07. desember 2021 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti að vera dauðariðill en endaði á því að vera auðvelt
Michael Owen.
Michael Owen.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool, Real Madrid og Manchester United, var hress og kátur eftir sigur Liverpool gegn AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool vann alla sex leiki sína í riðlinum og er fyrsta enska félagið í sögunni til að gera það.

Fyrirfram var talið að Liverpool væri að fara í dauðariðil með AC Milan, Atletico Madrid og Porto. En styrkur Liverpool var of mikill fyrir hin liðin.

„Þetta átti að vera dauðariðill fyrir Liverpool, en þetta var auðvelt fyrir þá," sagði Owen á BT Sport eftir leikinn gegn Milan.

„Liverpool er mikið sterkara lið en hin liðin í riðlinum. Ef þeir hefðu verið með sitt sterkasta lið í öllum leikjunum, þá hefði þetta líklega verið vandræðalegt fyrir hin liðin."

Liverpool er að eiga mjög gott tímabil og verður áhugavert að sjá hvernig það þróast.
Athugasemdir
banner
banner
banner