Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mið 07. desember 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Gunnar Nielsen yfirgaf FH eftir að tímaiblinu lauk eftir sjö tímabil hjá félaginu. Hann kom til FH frá Stjörnunni 2016 eftir eitt tímabil í Garðabæ og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili í Hafnarfirði. Gunnar ákvað sjálfur að það væri kominn tími á breytingar hjá sér og er í dag að velta því fyrir sér hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Gunnar er 36 ára færeyskur landsliðsmaður sem hefur alls leikið 141 deildarleik og þrettán bikarleiki hér á landi. Þá á hann að baki tvo leiki í Meistarakeppni KSÍ og fimmtán Evrópuleiki.

„Mér finnst vera kominn náttúrulegur tími, bæði fyrir FH en sérstaklega fyrir mig - ef ég held áfram að spila - að prófa eitthvað annað. Ég kom 2016 og þetta er búinn að vera frábær tími. Það var aldrei inn í myndinni frá mér séð að vera áfram í FH," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun seinni hluta sumarsins að þetta væri komið gott. Mér finnst FH vera kominn á þann stað að félagið þurfi aðeins að skoða hvernig þeir vilja gera hlutina í framtíðinni, ekki að það þurfi að byrja upp á nýtt en það er tími fyrir FH til að gera eitthvað annað núna. Þetta er tækifæri til að byggja upp eitthvað nýtt og ég held að FH eigi að gera það. Við héldum okkur sem betur fer í deildinni í sumar en það gekk ekki vel."

Gunnar sagði: ef ég held áfram að spila. Er hann búinn að hugsa þetta mikið? Hvað langar hann að gera?

„Þegar ég var ekki að spila í sumar, ég var í basli með hnéð á mér, hugsaði ég að ég þyrfti gott frí til að ná mér af meiðslunum. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla gera. Ég segi það sama við alla, ég tek enga ákvörðun núna. En hver veit, það kemur í ljós á næstu mánuðum."

„Ég veit það ekki, ég er að skoða mín mál núna, ég ætla ekki að segja neitt varðandi Bestu deildina, næst bestu og svo framvegis,"
sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar er mun lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst. Hann er spurður út í tímabilið í ár, tímann í heild sinni hjá FH, færeyska landsliðið, að búa á Íslandi, íslenskuna og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner