Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
   mið 07. desember 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Gunnar Nielsen yfirgaf FH eftir að tímaiblinu lauk eftir sjö tímabil hjá félaginu. Hann kom til FH frá Stjörnunni 2016 eftir eitt tímabil í Garðabæ og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili í Hafnarfirði. Gunnar ákvað sjálfur að það væri kominn tími á breytingar hjá sér og er í dag að velta því fyrir sér hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Gunnar er 36 ára færeyskur landsliðsmaður sem hefur alls leikið 141 deildarleik og þrettán bikarleiki hér á landi. Þá á hann að baki tvo leiki í Meistarakeppni KSÍ og fimmtán Evrópuleiki.

„Mér finnst vera kominn náttúrulegur tími, bæði fyrir FH en sérstaklega fyrir mig - ef ég held áfram að spila - að prófa eitthvað annað. Ég kom 2016 og þetta er búinn að vera frábær tími. Það var aldrei inn í myndinni frá mér séð að vera áfram í FH," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun seinni hluta sumarsins að þetta væri komið gott. Mér finnst FH vera kominn á þann stað að félagið þurfi aðeins að skoða hvernig þeir vilja gera hlutina í framtíðinni, ekki að það þurfi að byrja upp á nýtt en það er tími fyrir FH til að gera eitthvað annað núna. Þetta er tækifæri til að byggja upp eitthvað nýtt og ég held að FH eigi að gera það. Við héldum okkur sem betur fer í deildinni í sumar en það gekk ekki vel."

Gunnar sagði: ef ég held áfram að spila. Er hann búinn að hugsa þetta mikið? Hvað langar hann að gera?

„Þegar ég var ekki að spila í sumar, ég var í basli með hnéð á mér, hugsaði ég að ég þyrfti gott frí til að ná mér af meiðslunum. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla gera. Ég segi það sama við alla, ég tek enga ákvörðun núna. En hver veit, það kemur í ljós á næstu mánuðum."

„Ég veit það ekki, ég er að skoða mín mál núna, ég ætla ekki að segja neitt varðandi Bestu deildina, næst bestu og svo framvegis,"
sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar er mun lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst. Hann er spurður út í tímabilið í ár, tímann í heild sinni hjá FH, færeyska landsliðið, að búa á Íslandi, íslenskuna og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner