Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 07. desember 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Gunnar Nielsen yfirgaf FH eftir að tímaiblinu lauk eftir sjö tímabil hjá félaginu. Hann kom til FH frá Stjörnunni 2016 eftir eitt tímabil í Garðabæ og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili í Hafnarfirði. Gunnar ákvað sjálfur að það væri kominn tími á breytingar hjá sér og er í dag að velta því fyrir sér hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Gunnar er 36 ára færeyskur landsliðsmaður sem hefur alls leikið 141 deildarleik og þrettán bikarleiki hér á landi. Þá á hann að baki tvo leiki í Meistarakeppni KSÍ og fimmtán Evrópuleiki.

„Mér finnst vera kominn náttúrulegur tími, bæði fyrir FH en sérstaklega fyrir mig - ef ég held áfram að spila - að prófa eitthvað annað. Ég kom 2016 og þetta er búinn að vera frábær tími. Það var aldrei inn í myndinni frá mér séð að vera áfram í FH," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun seinni hluta sumarsins að þetta væri komið gott. Mér finnst FH vera kominn á þann stað að félagið þurfi aðeins að skoða hvernig þeir vilja gera hlutina í framtíðinni, ekki að það þurfi að byrja upp á nýtt en það er tími fyrir FH til að gera eitthvað annað núna. Þetta er tækifæri til að byggja upp eitthvað nýtt og ég held að FH eigi að gera það. Við héldum okkur sem betur fer í deildinni í sumar en það gekk ekki vel."

Gunnar sagði: ef ég held áfram að spila. Er hann búinn að hugsa þetta mikið? Hvað langar hann að gera?

„Þegar ég var ekki að spila í sumar, ég var í basli með hnéð á mér, hugsaði ég að ég þyrfti gott frí til að ná mér af meiðslunum. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla gera. Ég segi það sama við alla, ég tek enga ákvörðun núna. En hver veit, það kemur í ljós á næstu mánuðum."

„Ég veit það ekki, ég er að skoða mín mál núna, ég ætla ekki að segja neitt varðandi Bestu deildina, næst bestu og svo framvegis,"
sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar er mun lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst. Hann er spurður út í tímabilið í ár, tímann í heild sinni hjá FH, færeyska landsliðið, að búa á Íslandi, íslenskuna og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner