Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 12:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur engan áhuga á að fá Edouard aftur - „Meikar engan sens"
Mynd: EPA

Odsonne Edouard hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum með Leicester í úrvalsdeildinni.


Edouard er á láni frá Crystal Palace en það hefur komið fram í enskum fjölmiðlum að Leicester íhugi að rifta lánssamningnum.

Oliver Glasner, stjóri Palace, hefur engann áhuga á því að fá Edouard til baka.

„Við fylgjumst alltaf með leikmönnunum sem eru á láni frá okkur. Til að vera hreinskilinn, með þrjá leiki í þessari viku, þá er það ekki í forgangi hjá mér að hugsa um Odsonne," sagði Glasner.

„Það meikar engan sens fyrir okkur að kalla hann til baka því ef hann spilar ekki með Leicester, af hverju ætti hann þá að spila með Crystal Palace?"


Athugasemdir
banner
banner