Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 08. janúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bentaleb á förum og er orðaður við Crystal Palace og Milan
Miðjumaðurinn Nabil Bentaleb er ekki inn í myndinni hjá þýska félaginu Schalke og gæti því róað á önnur mið í þessum mánuði.

Hinn 25 ára gamli Bentaleb hefur ekki verið hluti af aðalliði Schalke síðastliðið ár vegna agavandamála. Hann var ætíð seinn og mætti ekki í þýskukennslu.

Hann æfir með varaliðinu eftir að hafa jafnað sig af hnémeiðslum. Aðallið Schalke er í æfingabúðum á Marbella á Spáni.

Foot Mercato í Frakklandi segir að mörg félög séu áhugasöm um hann. Hann vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann lék áður með Tottenham. Á Englandi hefur Crystal Palace áhuga á honum.

Frakkland er líka áhugaverður kostur fyrir Bentaleb þar sem tvö félög í úrvalsdeildinni hafa áhuga. AC Milan á Ítalíu er líka inn í myndinni.
Athugasemdir
banner