Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 08. janúar 2020 14:38
Elvar Geir Magnússon
Diego Demme á leið til Napoli
Ítalska félagið Napoli hefur náð samkomulag við RB Leipzig um kaup á miðjumanninum Diego Demme.

Reiknað er með því að þessi 27 ára leikmaður mæti í læknisskoðun á morgun.

Demme er fæddur og uppalinn í Þýskalandi og á einn landsleik að baki fyrir þýska landsliðið en er með ítalskt vegabréf í gegnum foreldra sína.

Hann var skírður Diego í höfuðið á Diego Maradona.

Demme hefur spilað 24 mótsleiki fyrir RB Leipzig á þessu tímabili og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner