Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 08. janúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Murphy: Xhaka yrði rosalegur leikmaður hjá Liverpool
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi gera góða hluti ef hann væri á mála hjá Liverpool.

Xhaka hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu en hann var sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal eftir að hann brást illa við skiptingu í leik gegn Crystal Palace í október.

Xhaka hefur fengið aftur tækifæri í byrjunarliðinu eftir að Mikel Arteta tók við og Murphy er hrifinn af honum.

„Ef Xhaka væri í Liverpool með Henderson og Fabinho þá myndi hann líta út eins og rosalegur leikmaður því hann er tæknilega góður, góður sendingamaður, hann getur skotið vel og hann getur opnað ýmislegt með frábærum vinstri fæti sínum," sagði Murphy.

„Þegar hann er að spila í liði sem er í vandræðum þá verður hann að farþega varnarlega. Þetta er vandamál fyrir Mikel Arteta því hann er með hóp sem hann þarf að laga."
Athugasemdir
banner