Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. janúar 2020 18:15
Elvar Geir Magnússon
Redknapp: Mourinho á ekki töfrasprota
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, telur að ekki sé rétt að kenna Jose Mourinho um dapurt gengi Spurs um þessar mundir. Hann segir að vandamálin liggi dýpra.

Tottenham fór vel af stað undir stjórn Mourinho en liðið er aftur farið af teinunum.

„Tottenham er að fara í gegnum sérstakan kafla. Frammistaðan hefur verið upp og niður. Jose hefur náð mögnuðum árangri á ferli sínum en hann á ekki törfrasprota og sem stendur eru hlutirnir ekki réttir hjá liðinu," segir Redknapp.

„Spilamennskan hefur verið ósannfærandi en ég trúi því samt að liðið geti komið á óvart á laugardag. Þeir hafa magnaða leikmenn og ekki hægt að útiloka þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner