Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. janúar 2020 16:02
Elvar Geir Magnússon
Skúbbaði félagaskiptum sínum á Tinder
Mynd: Tinder
Mexíkóski fótboltamaðurinn Jesus 'Chino' Perez tilkynnti það á stefnumótaforritinu Tinder að hann væri genginn í raðir írska félagsins Dundalk.

Félagið sjálft hefur ekki opinberað komu leikmannsins en hann er greinilega klár í að láta til sín taka innan sem utan vallar.

Hann lét kvenfólk á Írlandi vita af komu sinni á Tinder en í lýsingu segir: „Í fyrsta sinn í Evrópu, fótboltamaður hjá Dundalk FC."

Kvenfólk á svæðinu tóku eftir leikmanninum en fundu hann ekki á leikmannalista Dundalk.

Írska deildin fer af stað í næsta mánuði.

Írski fjölmiðlamaðurinn James Rogers segir að leikmaðurinn sé á reynslu hjá Dundalk en ekki sé víst hvenær hann muni skrifa undir.

Perez hefur verið að spila háskólabolta í Bandaríkjunum með góðum árangri.
Athugasemdir
banner
banner
banner