banner
   mið 08. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungir leikmenn skrifa undir hjá ÍA
Á myndinni eru frá vinstri: Unnar Þór Garðarsson þjálfari, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Erla Karítas Jóhannesdóttir, María Björk Ómarsdóttir og Aron Ýmir Pétursson aðstoðarþjálfari.
Á myndinni eru frá vinstri: Unnar Þór Garðarsson þjálfari, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Erla Karítas Jóhannesdóttir, María Björk Ómarsdóttir og Aron Ýmir Pétursson aðstoðarþjálfari.
Mynd: ÍA
Þrír ungir leikmenn meistaraflokks kvenna hjá ÍA endurnýjuðu samning sinn við félagið nýlega.

Þær Erla Karítas Jóhannesdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir og María Björk Ómarsdóttir skrifuðu undir samninga við félagið. Þær eru allar fæddar árið 2002 og skrifuðu undir samning út tímabilið 2021.

Erla hefur leikið 35 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 5 mörk. Sigrún Eva hefur leikið 46 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 2 mörk. María Björk hefur leikið 27 leiki með meistaraflokki.

„Þetta eru framtíðarleikmenn liðsins og mikil ánægja með að þær séu að framlengja sína samninga," segir í tilkynningu ÍA, sem hafnaði í áttunda sæti Inkasso-deildar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner