Marcus Rashford er mjög eftirsóttur en hann er sagður vera í viðræðum við AC Milan.
Þá er hann orðaður við Dortmund en hann er of dýr fyrir þýska félagið samkvæmt heimildum Sky Sports í Þýskalandi.
Dortmund vill fá hann á láni en heildarpakkinn er of stór fyrir félagið og ætlar Dortmund því að leita annað.
Rashford þénar um 14 milljónir evra á ári en hann er sagður tilbúinn að taka á sig launalækkun til að ganga til liðs við Milan. Hann myndi fara á láni í janúar en Milan hefur möguleika á að kaupa hann í sumar.
Athugasemdir