Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sonur Óla Jó aðstoðar Jóhann með ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍR

Davið Örvar Ólafsson hefeur verið ráðinn aðstoðarþjálfari ÍR. Hann gerir tveggja ára samning við félagið.


Hann mun aðstoða Jóhann Birni Guðmundsson sem var þjálfari liðsins á síðasta tímabili ásamt Árna Frey Guðnasyni sem tók við Fylki í vetur.

Davíð Örvar er sonur Ólafs Jóhannessonar sem hefur þjálfað lið á borð við Val, FH, Stjörnuna og íslenska landsliðið. Davíð lék meðal annars undir hans stjórn hjá FH þegar liðið spilaði í Sjóvá Almenna-deildinni árið 1995. Davíð hefur þjálfað ÍH á sínum þjálfaraferli.

Fyrsti leikur Davíðs í þjálfarateymi ÍR verður á morgun þegar liðið mætir grönnum sínum í Leikni í Reykjavíkurmótinu.

ÍR náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni síðasta sumar þegar liðið hafnaði í 5. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner