Harry Maguire var hetja Manchester United þegar hann skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum í Leicester á lokasekúndum leiksins í enska bikarnum í gær.
Man Utd átti mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og Leicester var verðskuldað með forystuna. United kom betur út í seinni hálfleik og Alejandro Garnacho gerði gæfumuninn þegar hann kom inn af bekknum strax í upphafi.
Man Utd átti mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og Leicester var verðskuldað með forystuna. United kom betur út í seinni hálfleik og Alejandro Garnacho gerði gæfumuninn þegar hann kom inn af bekknum strax í upphafi.
Hann átti stóran þátt í fyrra markinu og var sjálfur nálægt því að skora. Maguire skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu Bruno Fernandes en hann var aðstoðardómarinn missti af því að hann var greinilega rangstæður.
„Það er stórkostleg tilfinning að skora á síðustu mínútunni fyrir framan Stretford End, það er eitthvað sem ég hef aldrei gert á mínum ferli með Man Utd svo það er eitthvað sem ég er stoltur að, ég er viss um að fjölskylda og vinir hafi hoppað upp og fagnað. Ég mun aldrei gleyma þessu," sagði Maguire.
Athugasemdir