Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. mars 2020 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sextán ára leikmaður Stjörnunnar skoraði eftir Zidane-snúning
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Stjarnan
Tveir ungir og efnilegir Stjörnumenn, Ísak Andri Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson skoruðu sín fyrstu mörk fyrir meistaraflokk karla um helgina í 7-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í Lengjubikarnum.

Þeir komu báðir inn á sem varamenn og skoruðu á síðustu mínútum leiksins.

Ísak Andri er fæddur 2003 og Eggert Aron er fæddur árið 2004.

Markið hjá Eggerti var einstaklega glæsilegt, en hann skoraði eftir að hafa tekið svokallaðan Zidane-snúning.

Bæði mörk má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner