Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. mars 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Arsenal, Man Utd, Chelsea og Liverpool hafa áhuga á Caicedo
Powerade
Ciacedo í leik með Brighton.
Ciacedo í leik með Brighton.
Mynd: Getty Images
Pabbi Bellingham fundaði með Real Madrid.
Pabbi Bellingham fundaði með Real Madrid.
Mynd: EPA
Szoboszlai orðaður við Chelsea.
Szoboszlai orðaður við Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea hefur áhuga á De Jong.
Chelsea hefur áhuga á De Jong.
Mynd: Getty Images
Góðan daginn! Þetta er allavega góður dagur fyrir Graham Potter, það er víst. Caicedo, Osimhen, Rice, Bellingham, Rabiot, Mount, Messi og fleiri í slúðurpakkanum.

Þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning við Brighton á dögunum er enn talið að Moises Caicedo (21) gæti fært sig um set í sumar. Arsenal, Manchester United, Chelsea og Liverpool hafa áfram áhuga á ekvadorska miðjumanninum. (Football Insider)

Victor Osimhen (24), nígeríski sóknarmaðurinn hjá Napoli, og Declan Rice (24), enski miðjumaðurinn hjá West Ham eru efstir á blaði Arsenal fyrir sumargluggann. (Sun)

Osimhen segist 'vinna hart' að því að láta draum sinn rætast og spila í ensku úrvalsdeildinni. (Sky Sports)

Juni Calafat, yfirmaður innkaupa hjá Real Madrid, fundaði með pabba Jude Bellingham (19), miðjumanns Borussia Dortmund og enska landsliðsins, a hóteli í London í gær. (Footmercato)

Mauricio Pochettino fyrrum stjóri Tottenham vill snúa aftur til Lundúnafélagsins ef Antonio Conte, stjóri Tottenham, fer í sumar. (Times)

Conte er sagður opinn fyrir því að snúa aftur í ítalska boltann og Inter hefur verið í sambandi við hann. Conte ku vera með heimþrá. (Times)

Ólíklegt er að Bayern München nýti sér 59 milljóna punda ákvæði um að geta keypt portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo (28) sem er á láni frá Manchester City. (Calciomercato)

Liverpool, Manchester United og Tottenham hafa beðið um að fá upplýsingar um samningastöðu Adrien Rabiot (27) hjá Juventus. (90min)

Newcastle United hefur blandað sér í baráttuna um að fá enska miðjumanninn Mason Mount (24) frá Chelsea. (Mail)

Manchester City er í lykilstöðu til að kaupa belgíska miðjumanninn Romeo Lavia (19) til baka frá Southampton en félagið setti endurkaupsákvæði í samning hans. (Football Insider)

Joan Laporta forseti Barcelona fundaði nýlega með föður argentínska framherjans Lionel Messi (35) og hefur opnað möguleika á því að hann snúi aftur til félagsins í sumar. (Goal)

Laporta er einnig að áætla að framlengja samning Xavi, stjóra Barcelona, og ætlar að bjóða spænska miðjumanninum Sergio Busquets (34) nýjan samning. (Marca)

Barcelona er meðvitað um að spænski sóknarmiðjumaðurinn Marco Asensio (27), sem verður samningslaus hjá Real Madrid í sumar, er tilbúinn að hlusta á tilboð frá félaginu. Þá hafa Arsenal og AC Milan sett sig í samband við umboðsmenn hans. (Sport)

Liverpool og Tottenham hafa sent njósnara til að fylgjast með portúgalska varnarmanninum Antonio Silva (19) og miðjumanninum Florentino Luis (23) hja Benfica. (90min)

Viðræður milli Manchester United og mögulegra kaupenda á félaginu hefjast á næstu dögum. Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani og félagar frá Katar eru taldir líklegastir. (Times)

Jurrien Timber (21), varnarmaður Ajax og hollenska landsliðsins, segist ætla að skoða möguleika sína í sumar. Hann var áður orðaður við Manchester United. (Ajax Life)

Brighton og Nice hafa áhuga á enska vængmanninum Reiss Nelson (23) en samningur hans við Arsenal rennur út í sumar. (CBS Sports)

John W Henry, eigandi Liverpool, segist skuldbundinn félaginu sem aldrei fyrr en segir ljóst að sýna þurfi skynsemi í sumarkaupunum. (Liverpool Echo)

Christopher Vivell, tæknilegur stjórnandi Chelsea, er mikill aðdáandi sóknarmiðjumannsins ungverska Dominik Szoboszlai (22) hjá RB Leipzig. (Caught Offside)

Chelsea hefur blandað sér í hóp félaga sem vilja fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) frá Barcelona og er tilbúið að borga yfir 70 milljónir punda fyrir hann. (Fichajes)

Juventus hefur þegar gengið frá kaupum á Moise Kean (23) en ítalski sóknarmaðurinn kom upphaflega á láni frá Everton. Kaupverðið er 25 milljónir punda. (Goal)

England vonast til að sannfæra miðjumanninn Elliot Anderson (20) hjá Newcastle um að spila fyrir England en ekki skotland. (Sun)

Farhad Moshiri eigandi Everton ætlar ekki að selja félagið. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner