Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 08. mars 2023 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Opnunarmarkið dæmt af: Hafði Muller áhrif?
Mynd: EPA

FC Bayern héldu að þeir hefðu tekið forystuna á heimavelli gegn Paris Saint-Germain þegar skalli frá Eric Maxim Choupo-Moting endaði í netinu.


Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu og staðfesti VAR teymið þann dóm. Choupo-Moting var ekki rangstæður heldur var Thomas Müller fyrir innan þegar Choupo-Moting skallaði boltann.

Muller virðist ekki snerta boltann en dómarateymið hefur metið það sem svo að hann hafi haft áhrif á ákvarðanatöku Gianluigi Donnarumma, sem hefði mögulega skutlað sér fyrr ef Muller hefði ekki gert tilraun til að ná til boltans.

Þetta er umdeilt atvik og var varamannabekkur Bæjara ekki hress með ákvörðunina.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner