Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 08. apríl 2018 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrokafullur James Hurst - Sagði lögreglukonu að „gúggla sig"
Fyrrum leikmaður ÍBV og Vals
James Hurst lék hér á landi með Val og ÍBV.
James Hurst lék hér á landi með Val og ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
James Hurst sem lék með ÍBV 2010 og Val 2013 og 2014 hefur komið sér í fréttirnar á Englandi þar sem hann er sagður „hrokafullur". The Sun greinir m.a. frá málinu.

Hurst er 26 ára gamall en hann er í augnablikinu án liðs eftir að hafa yfirgefið utandeildarliðið Wrexham í síðasta mánuði. Hann á einn leik úr ensku úrvalsdeildinni með West Brom.

Búið er að gefa út handtökuskipun á Hurst eftir að hann mætti ekki fyrir dóm en hann var handtekinn þann 17. desember síðastliðinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Lögreglan stoppaði Hurst þegar hann var að keyra í vitlausa átt í einstefnugötu. Hurst sagði við lögreglukonuna sem stoppaði hann að hann hefði ekki verið að drekka þar sem hann væri að fara að spila fótboltaleik daginn eftir. Honum var þá leyft að snúa við og keyra í burtu. En þegar komið var aftur á lögreglustöðina fékk lögreglan símtal um áframhaldandi vandræðagang á Hurst. Hann hafði verið að kasta af sér þvagi á almannafæri.

Hurst var eftir það handtekinn á bar í nágrenninu og færður til bókunar á lögreglustöðinni.

Eftir að hann hafði verið handtekinn breyttist skap hans mjög.

„Ég er milljónamæringur, ég borga sektina - mér er drullusama," á hann að hafa sagt við lögregluna en lögreglukonan Anita Hickish segir að hann hafi verið gífurlega hrokafullur og sagt við hana að hún ætti að „gúggla sig".

Áfengismagnið í blóði Hurst mældist tæplega helmingi hærra en það sem leyfilegt er í Bretlandi.



Athugasemdir
banner
banner